Til hvers arkitektúr?

Image

Kaffi Björk í Lystigarðinum á Akureyri. Mynd fengin af vef arkitektastofunnar, http://www.kollgata.is

Á milli trjánna í grónum lystigarði kúrir lítið hús. Akandi umferð að húsinu er takmörkuð og stemmningin minnir óneitanlega á gömlu Grimms ævintýrin. Þetta litla hús er samt eitthvað svo stórt í umhverfi sínu en þrátt fyrir það nær það ekki að gnæfa yfir umhverfi sitt sem er elsti lystigarður Íslands. Hugmyndafræði hússins er ef til vill hugsuð eins og trjástofn. Dökkt yfirlit hússins tónar við trjábörkinn á meðan ljós viðurinn er allsráðandi innandyra. Gesturinn er alltaf áminntur að hann sé í garði eða jafnvel skógi, t.a.m. með sérstakri gluggasetningu sem á rómantískan hátt rammar inn trjágróðurinn fyrir utan. Glugginn verður fyrir vikið dálítið andlegur og hér er svipað fyrirbæri notað og með steinda glugga í dómkirkjum um heim allan. Þetta er Kaffi Björk í lystigarðinum á Akureyri en sú bygging fékk menningarverðlaun DV árið 2013 og skal engan undra. Húsið er vel heppnað og þarna hefur tekist að skapa andrúmsloft í kringum þá starfsemi sem kaffihúsarekstur er og eiga arkitektarnir skilið klapp á bakið fyrir vikið.

En hvað ef húsið hafi verið byggt öðruvísi? Hvað ef það hefði verið hannað með gróðasjónarmið að leiðarljósi þar sem hagnaður með dass af óðagotasparnaði og þá ríkjandi öfga í stöðlum hefur fengið að ráða ákvarðannatökum í hönnuninni? Það er hefði eflaust hefði verið hægt að finna ódýrari lausnir í byggingu Kaffi Bjarkar. Staðlaðar, fyrirfram framleiddar einingar, fjöldaframleiddir gluggar og svo má lengi telja. Það hefði líka verið hægt að spara umtalsvert fé í tíma á hönnun hússins og í raun sleppt því „andlega“ ef svo má að orði komast í hönnunarferlinu. Það hefði verið hægt að spara tíma með því að raða niður afgreiðsluborði, eldhúsi og klósettum á tíu mínutum og hóa svo í verkfræðing til að reikna burðargetuna. Það er jú mikilvægast að þakið tolli uppi og veggirnir renni ekki undan því. Það hefði líka verið hægt að fara alla leið og sleppa arkitektinu alveg og láta verkfræðinginn um verkið alfarið. Örugglega sparað heilmikið í hönnunarkostnað. En sem betur fer var það ekki gert. Hér voru hönnuðir trúir staðnum og því sem nærumhverfið og mannlífið þarfnaðist. Ekkert óðagot var í „fansý“ byggingarefnum og stíllin er mjög rómantískur, jafnvel sveitó sem hittir í mark. Einingahús klætt ódýrum keramikhellum hefði ekki hlotið menningarverðlaun í byggingarlist.

Image

Hjálmaklettur er er orðinn að kennileiti. Þar hittust hverfin í Borgarnesi og gengu í mikilli gleði út í Brákarey á Brákarhátíð 2012

Það er mikil ranghugsun að telja að byggingar og hlutir sem eru hannaðir til enda séu bruðl í anda 2007. Á Íslandi og sérstaklega í Borgarnesi hrista menn enn höfuðið yfir byggingum eins Hjálmakletti. Þó svo að ekki hafi allt í kringum húsið gengið eins og í sögu, þá hefur byggingin náð að festa sig í sessi sem þungamiðja í mannlífi bæjarins og er stórglæsileg að sjá. Enda vann það hús einmitt menningarverðlaun DV árið 2008. En góður arkitektúr hefur áhrif! Til dæmis um það má nefna söguna um verksmiður húsgagnaframleiðandans Herman Miller í Zeeland sem er smáborg í Michigan, Bandaríkjunum. Í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar voru byggðar nýjar höfuðstöðvar og verksmiðjur fyrirtækisins og var William McDough arkitekt fenginn til verksins. McDough hafði að leiðarljósi sjálfbærni í hönnun hússins og fékk það sjónarmið að ráða allri ákvarðannatöku í hönnun þess. Á endanum var húsið dýrara í byggingu en það sem var mikilvægast var að það virkaði. Fólki leið betur í byggingunum sem skilaði sér í mikilli aukningu í afköstum starfsfólksins á öllum stigum. Þar að auki hrundi orkukostnaður þess þannig að á örfáum árum hafði nýbyggingin borgað sig upp. Þar að auki hurfu vandamál sem fylgdu hefðbundnum iðnaðarbyggingum eins og dögg fyrir sólu. Þessi velgengni hefði ekki orðið að veruleika ef ódýrustu og hefðbundnustu lausnirnar hefðu verið valdar, með byggingakostnað og að hafa húsið fljótlegt í bygginu að leiðarljósi.

Íslensk bygginalist er hálfgert olnbogabarn og því miður má segja að undanfarin ár hefur hún ekki verið uppá marga fiska. Sérstaklega í þeim mikla uppgangi sem var hér fyrir árið 2007. Nú, þegar ekki er liðinn áratugur frá því að uppgangurinn hófst erum við að taka eftir hversu illa var staðið að mörgum þessara húsa. Þetta eru hús í öllum stærðum og gerðum, allt frá einbýlishúsum uppí blokkir, opinberar og einkabyggingar. Margar þeirra eru þrælgallaðar og í alvarlegustu tilfellunum er fólk fárveikt á því að búa í húsunum. Það að húsin séu illa byggð kemur bersýnilega í ljós á fyrstu árunum en hinn vinkillinn, áhrif illa hannaðra bygginga kemur í ljós á mörgum árum. Það að spara í gerð bygginga sem munu standa áratugum saman er virkilega slæm hugmynd. Það er samfélagsleg skilda allra sem vinna í byggingageiranum að hugsa um umhverfið sem húsin standa í og þá sem eiga eftir að nota þau í framtíðinni. Jafnvel þótt þeir einstaklingar muni fæðast löngu eftir að hönnuðurinn er búinn að hrökkva uppaf. Kostnað við að búa til gæði má mæla í peningum, en ávinningurinn af gæðum er ómetanlegur.

Með þessum orðum má ekki rugla saman því að spreða byggingakostnaði í rándýr efni sem eru í tísku hverju sinni, heldur að leggja tíma og rökhugsun í að finna rétta efnið til að byggja úr og enn mikilvægara er að leggja tíma og hugsun í að skapa rýmið. En það er ekki til nein töfraformúla til að skapa góðann arkitektúr og það er alls ekki samasem merki á milli hás byggingakostnaðar og góðrar hönnunar í byggingum. Það er líka engin töfraformúla að ráða hvaða arkitekt sem er til verksins en það er engu að síður vandamál sú neikvæða umræða sem arkitektúr hefur og þetta á sérstaklega við á Íslandi. Það er því bæði neikvætt og rangt að halda fram að arkitektar séu óþarfir í húsbyggingum og það sem er slæmt sé þeim að kenna ef ekki gengur vel. Sannleikurinn er sá að flestar þær byggingar sem eru nú í umræðunni um klúður í byggingaiðnaði síðustu ára eru ekki hannaðar af arkitektum. Það er bláköld staðreynd að íslenskir arkitektar hafa mjög lítil völd í hönnun bygginga og þurfa oft að lúta í lægra haldi við þá sem byggja sem oftast eru fjárfestar og verktakar.

Það er líka ákveðið vandamál þegar nýjar byggingar koma fram að þeim er illa tekið af almenningi. Þær þykja ljótar og ekki til hæfis á þeim stað sem þær eru byggðar. Vitaskuld á það við um margar en í rauninni er það þannig að þannig hús verða gersemar í hugum fólks þegar fram líða stundir. Dæmi um þetta eru byggingar eins og Ráðhúsið í Reykjavík, Þjóðleikhúsið og Háteigskirkja. Sú síðastnefnda var hönnuð eftir okkar mann Halldór H. Jónsson en hún var gagnrýnd svo óvægið að Borgnesingurinn brotnaði saman. Í dag er hún ein vinsælasta kirkja landsins til brúðkaupa.

Image

Iðnaðarhúsnæði Herman Miller í Zeeland, Michigan (mynd http://www.treehugger.com)

Image

Í húsgagnaverksmiðju Herman Miller er reynt að nota eins mikla náttúrulega birtu og loftræstingu sem skilar sér í auknari afköstum starfsfólks (mynd http://www.treehugger.com)

Maður spyr sig þá hvort sama muni vera um tvær nýbyggingar í Borgarnesi, Hjálmaklett og stöðina, en einu hólin sem þessar byggingar fá eru utan bæjarins. Er tími til kominn að breyta viðhorfi sínu til nýrra strauma í hönnun og listum með jákvæðara og opnara móti? En á sama tíma er rétt að allir í byggingageiranum taki sig saman og fari að byggja á jákvæðan hátt, til framtíðar en ekki af gróðasjónarmiðum eins og hefur verið svo einkennandi í umræðunni. Er ekki rétt að breyta skilningi orðanna ,,2007 hús“ úr því að vera vel hönnuð hús með meiri metnaði en einmitt hús sem voru byggð af miklum hraða, án allrar rökuhugsnar í hönnun og með lítilli sem engri framtíðarsýn.

Góður arkitekt er ekki gagntekinn af því að byggja sem stærst og flottast. Góður arkitekt hugsar um rýmið á milli veggjanna, notkun rýmanna og gæði þeirra. Góður arkitekt hugsar um birtuskilyrði og vellíðan þeirra sem þar munu dvelja eða vinna. Það er neikvætt að þessir þættir skulu einmitt mæta afgangi í umræðunni um gæði bygginga á Íslandi og vera uppnefnd „2007 sjónarmið.“ Það er rétt að enda þennan pistil með orðum Steinþórs Kára Kárasonar arkitekts sem birtist í Húsum og híbýlum fyrir stuttu um framtíð arkitektúrs á Íslandi:

„Arkitektúr undanfarinna ára hefur almennt, á Íslandi og annars staðar, einkennst af innantómu yfirborði, þar sem einhverskonar ímyndarsköpun er í fyrsta sæti. Keppst er við að kaupa hluti og gæðamat byggist á umbúðunum frekar en innihaldinu og raunverulegum verðleikum. Þetta endurspeglast svo í þeirri umgjörð sem arkitektúr er búin, til að mynda ramma sem byggist á fullkomnu skilningsleysi á eðli arkitektúrs og hlutverki og raunverulegum arkitektúrer drekkt í verkferlum, skýrsluhaldi og forræðishyggju. Ef við berum gæfu til að snúa þessu við getur framtíð arkitektúrs á Íslandi orið björt, því hæfileikarnir eru vissulega til staðar.“

Birt í Uncategorized | Merkt , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Götulist i Borgarnesi? Annar hluti

Í síðustu færslu var minnst stuttlega á kosningaloforð sem var gefið í Barcelona árið 1981. Kosningaloforðið breyttist í slagorð og hljómaði á ensku “Bring Museums to the streets” sem í lauslegri íslenskri þýðingu „Færið söfnin á göturnar“. Í suttu máli sagt þá vann það kosningaafl og efndi kosningaloforð sitt. Að vísu var grunnt á litríka menningu Katalóníu í arkitektúr og listum á götum úti en á þessum tíma var stutt síðan að harðstjórn Francos leið undir lok, en sá maður braut allt sem tengdist menningu á bak aftur. „Færið söfnin á göturnar“ var þá óbeint endurreisnarstarf. Í dag, um þremur áratugum síðar er menning órjúfanlegur partur af borgarumhverfi Börsunga. Höggmyndir í almenningsrýmum, götuleikarar, tónlist og ögrandi arkitektur eru á hverju horni. En einnig fer mikið fyrir götulist í borginni sem hefur þróast sem sjálfstætt listform og er mjög framarlega á heimsvísu.

Image

Umhverfislistaverk eftir Beverly Pepper í Parc du Nord, Barcelona

En þetta snerist ekki eingögnu um að fegra umhverfið. Það lá miklu meira að baki en að borgaryfirvöld eyddu fjámunum í listaverk, eitthvað sem mjög margir líta á sem bruðl og tækifæri til að skera niður á harðindatímum. Það var danski arkitektinn og skipulagsfræðingurinn Jan Gehl sem kom til Barcelona sem ráðgjafi um hvernig ætti að „laga“ borgina til og var þetta eitt af hans ráðum. Það er nefnilega málið að í hinu manngerða rými skortir mannlega þáttinn, eins kaldhæðnislegt og það hljómar. Það eru fjölmörg borgarrými í Barcelona sem voru ekki að virka, fólk veigraði sér við að fara þar í gegn hvað þá að dvelja þar. Það áhugaleysi kom niður á efnahag fyrirtækja og fasteigna við þau tilteknu svæði. Til dæmis um þetta má taka heilt hverfi í borginni. El Raval hverfið var alræmt fyrir glæpi og vændi og voru ferðamenn beinlínis  varaðir við að heimsækja það. En, sem hluti af átaki borgarinnar var listamönnum leyft að skreyta veggi á skipulagðan hátt myndaðist vísir af jákvæðara mannlífi. Fólk fór að skoða verkin, m.ö.o. að staldra við og smátt og smátt varð El Raval iðandi af lífi eins og það er í dag.

Um allan heim hafa borgaryfirvöld farið eins að í að bæta borgarbrag sinn með listum. Melbourne, Madrid, New York, Berlín og svo má lengi telja. Það, að fólk fari að sýna svæðum innan þéttbýlis áhuga og fara að leggja leið sína þangað bendir til þess að eitthvað er gert rétt. Íslenskt dæmi um þetta er Hjartagarðurinn í Reykjavík eins og ritað var um í síðustu færslu en Hjartagarðurinn er einmitt svæði sem viðsnúningurinn er áþreifanlegur á mettíma. Þar lék götulistin stærsta hlutverkið.

Listir og menning er eitthvað sem maðurinn á hrikalega erfitt með að melta. Þetta er eitthvað sem á sér rætur djúpt í heilabúinu og sálarlífi hvers einstaklings og vísindin hafa ekki enn náð að afhjúpa hvernig þetta virkar. Það er til að mynda ennþá afskaplega flókin spurning að spyrja „Hvað er list“? Þessi spurning orðin svo gömul að hún er klisja. Sumir hafa sagt að listin er eitthvað sem vekur með manni tilfinningar, hvort sem það er gleði eða sorg, áhuga eða hneykslun. Það síðastnefnda er eitthvað sem virðist kvikna hjá flestum en ef sú tilfinning er ekki meðhöndluð rétt breytist hún í fordóma.

Image

Auglýsing eða list? Mynd fengin af igolf.is

Í eðli sínu er götulistin mjög áberandi listform þar sem hún er á opinberum stöðum þar sem fólk á gjarnan leið um. Það er kannski þess vegna sem það listform hefur verið ýtt niður í svaðið og meira að segja fengið á móti sér ríkisstyrk til að uppræta. Það er mjög athyglisvert að á móti hafa auglýsingaskilti mun meira umburðarlyndi, þó svo þessir tveir þættir eru í grunninn sama fyrirbærið.

Í Borgarnesi eru fjölmörg svæði sem þurfa uppreisnar æru. Gæti verið að sama aðferðarfræði og út í heimi myndi virka í bænum? Það er allavega vitað að brunagaflar hafa neikvæð áhrif, þá skortir mannlega þáttinn. Listaverk á þannig veggi myndu lyfta umhverfinu svo um munar og myndu bæta svæði, eins og til dæmis Brákarey til muna. Ef það orðspor að þar sé hægt að ganga um og skoða útilistaverk myndi gera það að vinsælum viðkomustað ferðamanna og heimamanna. Eigendur lóða og fasteigna á svæðinu myndu þá verða undir þrýstingi að taka til í kringum sig, bæta byggingar sínar og það myndi auka á gæði rýmanna. Enn fremur væri möguleiki á að fasteignirnar myndu fá möguleika á fjölbreyttari starfsemi. Keðjuverkandi áhrifin myndu verða til þess að eyjan myndi öðlast það líf sem hún á skilið.

Það skal tekið fram að allt er gott í hófi. Of mikið af list getur haft öfug áhrif. Nauðsynlegt væri að verkin væru fagmannlega unnin og af kostgæfni, annars er hættan að orðsporið væri skemmdaverk eða kitsch.

Hér að lokum koma nokkrar tölvugerðar myndir sem sýna hvernig rými sem þekkjast í Borgarnesi geta umbreyst með hjálp götulistar.

Image

Image

Image

Image

www.gjafi.is/borgarbyggdungar

www.facebook.com/borgarbyggdungar

Birt í Uncategorized | Merkt , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , | 3 athugasemdir

Götulist í Borgarnesi?

Hús í Lima, Perú

Hús í Lima, Perú

Fyrir um 30 árum síðan fór götulist, eða graffiti að ryðja sér til rúms í amerískum stórborgum. Myndefnið var jafn fjölbreytt og listamennirnir voru margir og striginn var allt frá lestarvögnum til auðra húsveggja. Graffiti jókst með þróun hip hop tónlistar og á endanum fór að bera á þessu listformi um allan heim. Viðtökunar voru þær að fólk leit á götulist sem skemmdarverk og flokkast undir þann flokk enn þann dag í dag. Fyrir nokkrum árum kom sérfræðingur í glæpastarfsemi til Íslands og ráðlagði lögregluyfirvöldum á höfuðborgarsvæðinu að hrinda af stað átaki til að sporna við götulist því hún væri uppspretta glæpa. Á þeim tíma þótti sjálfsagt að reyna að koma í veg fyrir að listamenn skreyttu borgarumhverfi. Þeir væru hvort eð er ónytjungar sem þyrfti að koma á vinnumarkaðinn og gera að mönnum. Á um þeim 30 árum sem hafa liðið síðan fyrstu neðanjarðarlestarvagnarnir í Bandaríkjunum voru spreyjaðir í fjölbreyttum litum hefur götulistin og áhangendur hennar liði mikla fordóma eins og áður voru nefndir. En það er satt að allt sem er nýtt og ferskt í hinum skapandi heimi myndlistar er gjarnan niðurnítt á upphafstímanum. En er götulist nýtt fyrirbæri?

Altamira,_bison

18.500 ára gamalt naut í Altimira hellinum á Spáni

Á Spáni, nánar tiltekið í Altamira er mjög athyglisverð verk sem sína menn og skepnur í hinu daglega lífi. Þar eru notaðir fjölbreyttir litir sem allir eru unnir út náttúrunni þar í kring. Þessi tilteknu graffiti verk er um 18.500 ára gömul og meðal elstu vegglistaverka sem fundist hafa í heiminum. Það gerir hellana meðal elstu þekktra mannabústaða sem við þekkjum og segja okkur að um leið og menn fundu sér híbýli, byrjuðu þeir að skreyta híbýli sín með málverkum sem kalla má graffiti. Það sem vekur áhuga listfræðinga er að sumar dýrategundanna sem þarna eru að finna fyrirfinnast alls ekki í þessum landshluta, heldur handan Pýraneafjalla. Það að listamennirnir hafi málað verk sem eru sprottin úr huganum sýnir ekki aðeins að steinaldarmenn hafi ferðast erfiðar leiðir á milli landshluta heldur að þeir hafi fundið þörf til að mála þau í nýjum heimkynum. Með öðrum orðum, þetta fólk bjó yfir sköpunargáfu.

Vesúvíus þakinn vínviði með guð vínræktar í forgrunn

Vesúvíus þakinn vínviði með guð vínræktar í forgrunn. Myndin grófst í ösku í Pompeii árið 79 í elgosi úr fjallinu.

Á öllum tímum í gegnum mannkynssöguna, í nær öllum menningarsamfélögum málaði fólk myndir á veggi. Oftast var myndefnið trúarlegt en daglega lífið var einnig vinsælt myndefni. Það eru fjölmörg dæmi um það í menningu forn Grikkja og Rómverja, en þessar tvær þjóðir náðu einstakri færni í freskumyndum. Þá var enginn maður með mönnum nema að hafa heimili sín vel skreytt myndum á öllum veggjum hússins. Það var hefur verið einstök upplifun þegar Pompeii var grafin upp eftir að hafa legið undir vikri í næstum tvöþúsund ár að sjá allar myndirnar sem voru óbreyttar. Skip að koma til hafnar í Pompeii, fólk við matseld, andlistmyndir íbúa og kannski kaldhæðnislegasta myndin af þeim öllum, Vesúvíus sem tortímdi borginni, þakinn vínviði og ólívutrjám.

Rames IV í þann veginn að stinga persneskan óvin á hol, dansandi á líki annars. Mynd á Musterinu mikla í el-Karnak.

Rames IV í þann veginn að stinga persneskan óvin á hol, dansandi á líki annars. Mynd á Musterinu mikla í el-Karnak.

Veggmyndir frá fornöld segja okkur að maðurinn náði snemma tökum á tækninni við sköpun málverka. Það sést líka að listrænt innsæi hefur einnig komið fram á forsögulegum tíma. En það var eitt sem uppgötvaðist meðfram gerð þessara mynda sem hefur fylgt manninum fram á þessa sekúndu. Það er sannfæringarkrafturinn sem myndverk höfðu á fólk. Egypsku borginni Luxor sem stendur á bökkum Nílar er El Karnak musterið sem var byggt á löngum tíma í fornöld. Þar kepptust faróarnir við að stækka musterið til að sína fram á eigin dýrð og mikilfengleika. Einn þekktasti faróinn, Ramses IV spilar þar nokkuð stórt hlutverk. Á aðalinngangi mustersins standa tveir múrar og eru þeir skreyttir myndum frá sigrum Ramsesar. Hann var hernaðarlega siguræll þjóðhöfðingi, og vann flestar sínar orrustur. En myndefnið sínir hann í eigin persónu sína óvinum sínum enga miskun. Óvinirnir eru auðþekkjanlegir út frá klæðnaði og haugur af afhögnum höndum og kynfærum er að finna í verkunum. Ímyndum okkur að við séum erlendir sendiherrar eða jafnvel lýður Egyptalands frammi fyrir þessum myndum. Þarna koma fram mikilvæg skilaboð, Ramses IV getur byggt þessi stórkostlegu minnismerki, en hann er líka grimmur og vægðarlaus þeim sem á hann ráðast eða gera uppreisn. Þessi verk hafa án alls efa haft gríðarleg áhrif í heimi þar sem fer lítið fyrir bókum, tímaritum og sjónvarpi.

Pólitísk háðsmynd frá Pompeii

Pólitísk háðsmynd frá Pompeii sem fannst á húsvegg

Eins og áður sagði fylgdi áróðurinn mannkyninu síðan þessi máttur hans í myndlist varð ljóst. Krikjan notaði sér þessa tækni óspart og í nútíma hefur hún þróast út í auglýsingar á skiltum og risaskjáum í borgarumhverfinu. Ein grein myndlistar og sköpunargáfu nútímamannsins fór í aðra átt en það er götulistin. Götulistin er þó sér á báti því þar eru það gjarnan einstaklingar og minni hópar frekar en fyrirtæki og stjórnsýsla sem myndskreyta veggi og hluti í umhverfinu. Samt sem áður eru markmiðin þau sömu eða að koma á framfæri áróðri eða túlka mannlegar tilfinningar. Ef við förum aftur til Pompeii, fundust einnig veggjakrot þar sem hæðst var af pólitíkusum þess tíma. Það bendir til þess að götulist í þessum skilningi hefur einnig fylgt manninum í langan tíma.

Verk eftir Banksy

Verk eftir Banksy

Álit almennings á götulist er að breytast í dag. Því til marks að götulistin sé að vera meira meðtekin er velgengni hins dularfulla Banksy sem hefur skreytt London og fleiri staði í gegnum tíðina. Í mars 2012 voru boðin upp verk Banksy og fór eitt verkanna „Stúlka og blaðra“ á tæpar 14,5 milljónir íslenskra króna. Götulistamenn eru byrjaðir að selja verk í stóru galleríunum úti í heimi. Vinsældir Banksy hafa gert það að verkum að nú þykir það vera sannur happdrættisvinningur ef hann kemur í skjóli nætur og málar fasteign.

Verk á húsgafli við Hjartagarðinn, m.a. eftir Theresu Himmer.

Verk á húsgafli við Hjartagarðinn, m.a. eftir Theresu Himmer.

Götulistin hefur einnig önnur áhrif í borgarumhverfinu og þarf ekki að leita lengra en til Reykjavíkur til að sjá dæmi um það. Fyrir fáeinum árum var svæði í hjarta Reykjavíkur einn ruslahaugur. Eingarhaldsfélög höfðu keypt upp gömul hús umhverfis og létu þau grotna niður svo að segja viljandi til að auka líkur á að leyfi yrði veitt til að rífa þau. En dag einn fékk fólk nóg og stofnuðu óformleg samtök sem byrjuðu án þess að spyrja borgaryfirvöld né eigendur lóðanna að taka til. Í þessu verki spiluðu götulistamenn stórt hlutverk. Í stað níðurníddra og jafnvel ónýtra húsa urðu til fjölbreytt myndlist og fólk af öllum stigum samfélagsins fór að leggja leið sína á svæðið til að skoða myndirnar. Þetta er Hjartagarðurinn og vakti gríðarlega lukku sem almennt rými í borginni og er mikið notað allan ársins hring. En þetta er ekkert einsdæmi. Í Barcelona var meira að segja kosningaloforð í borgarstjórnarkosningum einum að auka myndlist á götunum. Á þeim þrjátíu árum sem hafa liðið síðan sú stjórn komst til valda hefur gildi borgarinnar sem menningarborg risið uppúr öllu valdi. Götulistin er ekki álitin skemmdarverk þar, heldur fegrun umhverfis.

Placa de la Vila Madrid, Barcelona

Placa de la Vila Madrid, Barcelona

Með þetta á bakvið eyrað má velta fyrir sér hvort götulist sé eitthvað sem gæti bætt umhverfið á stað eins og Borgarnes. Þau auðu mannvirki sem hér eru að finna, niðurgrotnandi steinsteypuveggir og ómáluð hús hafa neikvæð áhrif á anda mannlífsins á meðan litir og fjölbreytt myndefni getur lífgað hann upp eins og þekkist í Hjartagarðinum. Ef litið er til Brákareyjarinnar sem er enn í niðurníslu og í raun minnisvarði um það sem gekk ekki upp (þó svo að þar hafi margt batnað með tiltekt á síðasta ári) er dæmi um götulist sem hefur breytt ásýnd staðarins. Síðastliðið sumar tóku eigendur einnar af meira áberandi byggingum eyjarinnar sig saman og skreyttu gafl þess. Munurinn er gríðarlegur og það má fullyrða að allir geti verið sammála að gaflinn er mun betri eins og hann er heldur en áður með þessu glæsilega nauti sem þar er nú.

Fyrir og eftir. Mynd fengin af vef Skessuhornsins. Umfjöllunina má finna hér: http://www.skessuhorn.is/default.asp?sid_id=24845&tId=99&fre_id=129916&meira=1&Tre_Rod=001%7C002%7C&qsr

Fyrir og eftir. Mynd fengin af vef Skessuhornsins. Umfjöllunina má finna hér

Að vísu átti að ganga lengra í því að innleiða götulistina í Brákarey. Lítill hópur fólks tók sig saman og ætlaði að skreyta gamla vatnstankinn sem stendur á áberandi stað á eyjunni. Verkefnið var komið nokkuð langt í ferlinu og voru hugmyndir uppi um að myndefnið væri tengt atvinnusögu Brákareyjar. Því miður verður ekkert að þessu verkefni þar sem leyfi fyrir verkinu verða ekki veitt. Rök sem heyrðust fyrir því voru neikvæð ímynd Brákareyjar og að verkið myndi auka skemmdarverk í Borgarnesi. En aftur á móti hefði verkið dregið að ferðamenn sem hefðu verið dregnir að tanknum og þá um leið styrkt starf Fornbílafjelagsins sem þarna stendur hjá.

Gamli vatnstankurinn í Brákarey

Gamli vatnstankurinn í Brákarey

Það hefur verið sýnt framá að götulist hefur bætt umhverfi í þéttbýlum um allan heim. Það að þetta sé lýti á umhverfinu eru leifar gamalla, úreltra gilda þar sem horft er framhjá þeim ávinning sem þessari stefnu fylgir. Að lokum fylgir hér stuttmynd þar sem yfirgefið þorp í Skotlandi var tekið yfir og myndskreytt. Í þessum húsu mvar að vísu aldrei búið í, en staðurinn er í dag risastórt listagallerý sem er vissulega betri kostur en niðurnídd hús eða minnisvarði um brostin tækifæri.

Stuttmyndin The Ghost Village Project

Vefslóð Borgarbyggðunga: www.gjafi.is/borgarbyggdungar

Facebook: www.facebook.com/borgarbyggdungar

Birt í Uncategorized | Merkt , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Lífið er þar sem fólkið er

Image

Kaupfélagið nýopnað fyrir viðskipti

Nú eru hátíðarnar rétt liðnar og landinn er óðum að jafna sig eftir rjómalagaðar og saltaðar krásir og margir ættu að vera komnir á síðustu blaðsíðuna í bókinni sem var fengin í jólagjöf. En álagið á budduna tekur lengri tíma að jafna sig. Í jólamánuðinum rýkur neysla uppúr öllu valdi og fólk er í kapphlaupi við tímann að kaupa gjafir, jólakort og jólamat. Áhrifin sem þetta fyrirbæri hefur á borgarfræðina er sú að þau svæði sem eru með verslunum verða uppfull af fólki í kauphugleiðingum. Það er mjög ánægjulegt að sjá hversu miklu lífi ákveðin svæði öðlast á þessum tíma en í bland við gleðina gefst upplagt tækifæri til að sjá hvernig okkar byggða umhverfi bregst við þessum sviptingum og það er athugavert að athuga hvaða svæði blómstra og hvaða svæði klúðrast.

Í þessu samhengi var athyglisvert að sjá auglýsingarnar fyrir hátíðarnar í Borgarnesi og ákveðið mynstur sást greinilega. „Komið og upplifið stemmninguna eins og hún var í gamla kaupfélaginu“ var setning sem fólk var lokkað með og ekki af ástæðu lausu. Stemmningin í gamla Kaupfélaginu, verslunarhúsinu við Egilsgötu (það sama og er nú undirlagt af myglusvepp eins og orðið á götunni heldur fram) var eins í Dickens jólaævintýri. Allir hittust, það var stemmning, fólk var í góðu skapi og fór jafnvel í kaupfélagið bara til að fá „stemmninguna í æð“. Eitthvað við þetta tiltekna verslunarhúsnæði gekk upp því stemmningin var ekki síðri á öðrum tímum en í kringum hátíðarnar. Þarna var miðstöð mannlífsins í bænum og fólk átti í samskiptum á öllum stigum. Allt frá því að mætast á göngunum til þess að sitjast og ræða hörmungar mannlífsins yfir Kaupfélagskaffi tímunum saman. Af hverju virkaði þetta?

Verslunar og skrifstofuhöll Kaupfélags Borgfirðinga var formlega opnað með pomp og prakt 1. desember árið 1960. Það var að sjálfsögðu hannað af Teiknistofu sambandins og má sjá einkenni verslunarhúsa sem voru byggð um sama leiti, svo sem eins og Kjörgarð, Glæsibæ og Grímsbæ í Reykjavík. Hvort sem arkitektarnir voru meðvitaðir um það eða ekki þá hönnuðu þeir lítið bæjarskipulag innan veggja verslunarhússins. Það voru götur sem leiddu visðkiptavini og starfsfólk á milli „hverfa“ í formi verslunardeilda. Í kjarnanum var torgið þar sem sambandskaffið var lagað og þaðan sást yfir stóran hluta verslunarinnar. Án allrar þáþrár þá er það akkúrat svona sem á að hanna byggingar. Það er að hugsa alltaf um borgina, eins og vitur maður sagði.

Image

„Aðaltorg“ Kaupfélagsins, rétt fyrir opnunina 1. des 1960

Þessi formúla varð til þess að fólk sóttist í að vera þarna og það þurfti í raun lítið til að „skapa“ stemmningu. Áhrifin smitðu meira að segja út frá sér og Egilsgatan var iðandi af lífi. Í rauninni var gatan ekkert ósvipuð Laugaveginum í dag þótt ótrúlegt megi virðast. Síðan hefur starfsemin flutt og var það til þess að minni verslanir á svæðinu lögðu upp laupana eða fluttu sjálfar. En stemmningin og mannlífið flutti ekki. Slíkt er ekki hægt að pakka ofan í kassa og taka upp annarsstaðar. Slíkt þarf að skapa og er það jákvæða mannlíf sem er svo að segja sjálfsprottið mjög jákvætt á hið byggða umhverfi. En mannlífið er eins og fræ, það spírar ekki nema við kjöraðstæður. Í Hyrnutorgi, þar sem Kaupfélagið flutti fyrst eftir Egilsgötuna hefur fræ mannlífsins fallið í grýtta urð.

130112-1105-hyrnutorg_audsaeti

„Aðaltorg“ í Hyrnutorgi. Borð fyrir almenning vanalega ónotuð

Fyrir síðustu jól tóku þjónustuaðilarnir þar sig saman og héldu jólakvöld. Bryddað var uppá alls kyns tilboðum og hljómsveit steig á stokk og spilaði nokkur lög. Viðburðurinn var vel sóttur og mikið af gestum komu við, með öðrum orðum, uppákoman var vel heppnuð. En daginn eftir var eins og ekkert hafði gerst. Kaffiborðin voru tóm, gangarnir auðir fyrir utan viðskiptavini sem fóru inn og út án þess að stoppa. Það kom þá í ljós að fólk hafi heimsótt húsið til að nýta sér tilboðin en ekki til að upplifa jólastemmningu. Á kaldhæðnislegan hátt hafði viðburðurinn verið auglýstur að fólk ætti að koma og upplifa stemmninguna sem var í gamla Kaupfélaginu á Þorlák og þá voru ekki boðin nein sérstök tilboð. Hyrnutorg er bygging sem er ekki hönnuð með það í huga að þar geti mannlíf blómstrað og þess vegna þarf sífellt að vera með viðburði eins og haldin var fyrir jól til þess að slíkt geti verið. Það vantar sálina í hönnunina og það kemur verulega niður á gæðum hússins. Það að húsið sé svo ranglega nefnt Hyrnutorg sýnir þetta á svo kaldhæðinn hátt, húsið hefði alveg eins getað heitið Hyrnuspítali.

Nokkru fyrr hafði Landnámssetrið haldið vetrarhátið það sem fyrirtækjum var boðið að halda kynningu á sínum vörum og þjónustu. Sá viðburður var líka vel sóttur og margt um að vera og hugmyndafræðin á bakvið þann viðburð var svipaður og í Hyrnutorginu. En það var nokkuð annað sem gerðist. Fyrir tilviljun var Leikdeild Skallagríms með æfingu í Félagsbæ þarna skammt frá. Þetta tvennt gerði það að verkum að skyndilega var eins og allt iðaði af lífi. Annar viðburðurinn var meira að segja lokaður. Þetta varð til þess að nokkrum dögum síðar var haldið aðventurölt í gamla bænum sem sá sem þetta ritar sá um framkvæmdina á. Enn og aftur var formúlan sú sama, þjónustuaðilar á svæðinu buðu uppá tilboð og uppákomur. Til viðbótar við það var reynt að lífga uppá götuna með því að fá kór til að ferðast um og syngja jólalög og láta útskriftarhóp menntaskólans selja kakó og kökur. Viðburðurinn var einstaklega vel heppnaður og var skrifað um hann í fjölmiðlum með áskorun um að slíkt verði haldið aftur að ári liðnu.

En hið sama gerðist aftur og í Hyrnutorgi. Næsta dag var eins og ekkert hafði gerst. Fyrirtækin voru komin í sama gír og daginn fyrir viðburðinn að annast viðskiptavinina í jólaösinni. En af hverju? Neðri bærinn er svo að segja skemmdur og því nær stemmningin ekki að viðhaldast. Hröð uppbygging uppgangsáranna skilur eftir sig auð húsnæði sem eru enn tóm. Ónýtt, stór svæði eru mörg, margar gamlar byggingar í niðurníslu og ofur áhersla á einkabílinn og bílastæði. Allt þetta hefur neikvæð áhrif á mannlífið og þessa frægu stemmningu sem allir vilja ná í góðu bæja og borgarskipulagi.

Image

Afgreiðslufólk í gamla KB. Mynd fengin af vef Safnahúss Borgarfjarðar

En hvað er til ráða í dag? Hyrnutorg og Neðri bærinn þurfa að byggjast upp með sínum forsendum. Þar sem Hyrnutorg stendur er hinn nýju miðbær. Hann þarf nauðsynlega á sál að halda ef þarna á að vera uppbygging en ekki stöðnun eða þaðan af verra hnignun. Neðri bærinn er gamli bærinn, menningarlegur miðbær Borgarness. Þar þarf að stoppa upp í öll þau göt sem þar eru og viðhalda menningarlegri og sérhæfðri þjónstu og framboði. Gangi þetta upp þarf kannski ekki að hafa svona mikið fyrir því að skapa stemmninguna eins og hún var í Kaupfélaginu á Þorlák í denn.

www.gjafi.is/borgarbyggdungar

www.facebook.com/borgarbyggdungar

Birt í Uncategorized | Merkt , , , , , , , , , , , , , , , , , , , | 6 athugasemdir

Vegagerð til framtíðar

Brúin yfir Borgarfjörð gæti mögulega hafa bjargað byggð í Borgarnesi

Á fáum stöðum í veröldinni eru íbúar jafn háðir vegakerfinu og hér á Íslandi. Þetta vita þeir sem hér búa vel og eru gjarnan minntir á það reglulega þegar vegir loka vegna snjóa á veturna. Það er nefnilega þannig að úti á landi eru samfélögin undir því komin að vegakerfið sé gott. Við búum á risastórri eyju en erum afar fá og dreifð. Þar að auki búum við að stórkostlegu landslagi, djúpum fjörðum, háum og breiðum fjöllum og meira að segja jöklum sem enginn kemst yfir nema fuglinn fljúgandi eins og segir í þjóðsögunum.

það er því mjög skiljanlegt að mikið sé lagt í að gera vegina góða og helst þannig að þeir séu alltaf opnir. Þegar hestöflunum fjölgaði í drossíunum og vegalengdir mældar í tíma styttust sáu menn framá að afskekktustu byggðir landsins yrðu ekkert svo afskekktar lengur. Það var samgöngubylting þegar allir fóru að þeysast á milli landshluta í bílum, miklu hraðar en það tók strandsiglingarskipin að potast á milli hafna. Til Reykjavíkur frá Borgarnesi á þrem korterum? Það er ekki von að fólk kætist við það sem hefur reynt að fara sömu ferð á í kringum 9 klukkustundum. Að sama skapi að skjótast til Akureyrar frá Reykjavík, leggja af stað um morguninn og komast í hádegismat á Hótel KEA. Já, svo sannarlega er blessað malbikið og einkabíllinn samgöngubylting.

Þegar eitt bæjarfélagið fékk samgönguúrbætur í líkingu við malbikaðan þjóðveg vildi nágrannasveitafélagið fá það sama. Eldhugi bæjarins bauð sig fram á þing og krafðist bóta. Þannig varð vegakerfið að hápólitísku áhaldi og hafa margar vegaframkvæmdir settu allt á annan endan á þingpöllum. Oftar en ekki, þegar mál verða pólitísk tapar fólk sem um þau deila oft markmiðunum með þeim. Með öðrum orðum að það eitt að framkvæma hlutina verður mikilvægara heldur en ávinningurinn sem þau eiga að marka. Það er ekki mjög sjálfær hugsun og oft á tímum verulega hættuleg. Samgöngubætur, þá auknari vegaframkvæmdir eru loforð sem eru sett fram í aðdraganda kosninga til að ná inn fleiri atkvæðum eru ekki byggð á traustum grunni. Það er verulega slæmt að hugmynd um vegi verði þannig til en ekki samkvæmt röklegri hugsun um hvort nýjan veg þarf í raun og veru. Til að ýta undir áróðurinn eru notuð tæki eins og auknara öryggi og styttri aksturstími. Án þess þó að gera lítið úr þeirri brýnu þörf á að hafa vegina örugga, og að víða sé bóta þörf er hræðsluáróður mjög áhrifaríkt verkfæri í kosningabaráttu.

Samgöngubætur verða oftar en ekki pólitísk áhöld. Frá opnun Landeyjahafnar, mynd fengin af vef Vegargerðarinnar.

Það sem ýjað er að í þessum pistli er færsla þjóðvegarins út fyrir Borgarnes, eins og áður hefur verið minnst á í þessu bloggi. Satt best að segja hef ég ekki getað myndað mér skoðun með eða á móti þeirri framkvæmd en þá er best að hafa hægt um sig og skoða aðstæður og komast að niðurstöðu að vel ígrunduðu máli. Það að færa veginn myndi bæta vegasamgöngur verulega, þá flýta ferðinni framhjá Borgarnesi. Þá væri kannski ekki hægt að tala lengur um Borgarnes sem stærstu hraðahindrun í heimi… En ávinninguinn í tíma er óverulegur, jafnvel innan við eina til tvær mínútur. Og hvað umferðaröryggið varðar myndi sú framkvæmd vera í hrópandi mótsögn við það. Að gera samgöngubætur sem auka á hraða bílaumferðarinnar þegar slysin verða einmitt við þannig aðstæður?

Þeir sem hafa verið mest á móti þessari framkvæmd hafa notað það sem rök að það myndi tortíma verslun í Borgarnesi ef vegurinn yrði færður hjá bænum. Vegfarendur myndi hætta að stoppa í Hyrnunni og hinum sjoppunum en renna beint norður á bóginn. Þegar litið er á að vegalendin er alltaf að styttast á milli Reykjavíkur og Borgarness þá er að stefna í þá átt hvort eð er. Ef Sundabrautin margumtalaða verður að veruleika þá mun taka aðeins um 30 mínútur að skutlast uppí Borgarnes og óvíst hvort fólki finnist taka því að stoppa svo fljótt eftir að hafa lagt af stað frá Reykjavík. Það eru því lítil rök fyrir því að verslun og þjónusta muni leggjast af ef vegurinn yrði færður. En samt sem áður myndi slíkt hafa gífurleg áhrif á Borgarnes og skipulag bæjarins, en ótrúlegt nok þá hefur bærinn gengið í gegnum þau áhrif áður.

Þegar brúin yfir Borgarfjörð opnaði var miðbær bæjarins í suðurenda bæjarins. Þar var Kaupfélagið með mikinn hluta sinnar starfsemi á þeim stað og var Egilsgata, (sem liggur í hjarta gamla bæjarins) ekkert ósvipuð frá Laugaveginum í Reykjavík með verslunum og þjónustu meðfram götunni. Þar var ys og þys frá morgni til kvölds og ríkt mannlíf. Þegar brúin svo opnaði opnaði Shell sjoppu við brúarsporðinn sem varð skyndilega vinsæll stoppistaður ferðalanga. Til að gera langa sögu stutta sáu menn tækifæri í að vera með verslun við þjóðveginn og í dag hefur öll verslun lagst af í neðri bænumm en nýr miðbær hefur risið í kringum bensínstöðvarnar.

Segjum svo að það sé búið að færa þjóðveginn og hann rennur inní bæinn í jaðri hans við golfvöllinn á Hamri. Þar dettur einhverjum í hug að opna sjoppu, ef til vill í tengslum við Atlantsolíu sem er þar nú þegar. Hún fer að ganga vel og einhver sér tækifæri í að opna lágverðs matvöruverslun þar í alfaraleið. Eitt af hinum olíufélögunum sér að umferðin rennur fremur á þetta svæði heldur en að taka þennan tiltölega stutta krók við brúarsporðinn og ákveður því að flytja. Áður en við vitum af er samkeppni farin í gang og fyrirtækin flytja öll á þetta svæði. Þá er nokkuð víst að verslunin í núverandi miðbæ mun taka breytingum og mjög líklega verða eins og gamli bærinn er nú.

Áætlað vegastæði samkvæmt gildandi skipulagi

Þetta er þekkt fyrirbæri í skipulags og borgarfræði og er oft skilgreint sem umhverfisvandamál. Á ensku er það þekkt sem Urban Sprawl eða þennsla byggðar. Það þýðir að þéttbýli dreifa úr sér með vexti úthverfa og fer gífurlegt landflæmi undir byggt umhverfi og samgöngumannvirki. Urban Sprawl er vel þekkt í bandarískum borgum, en svissneska borgin Zürigh er dæmi um þessi áhrif í Evrópu. Forsaga Zürigh er sú að um miðja síðustu öld fór fasteignaverð í borginni snarhækkandi sem gerði það af verkum að fólk fór að flytjast í úthverfin þar sem húsnæðisverð var hagstæðara. Með mjög háþróuðu neti almenningssamgangna og landfræðilegra aðstæðna í svissnesku Ölpunum þanndist byggðin út meðfram hraðbrautum og lestarteinum og er það svo í dag að nánast óslitið þéttbýli er á milli stærstu borga landsins.

Þróun þéttbýlis í Sviss. Zürigh er í norð-austurhluta landsins.

Vegir eru nefnilega gríðarlega óumhverfisvæn mannvirki. Þau bjóða uppá tækifæri fyrir óeðilega þennslu byggðarinnar. Þetta kemur best í ljós í regnskógum Amazon, en þar sem nýr vegur er lagður er jafngildi dauðadóms regnskógarins sem er á sífellu undanhaldi. Ísland er ekki undanskilið þessari reglu og þar koma helstu rökin fyrir hvers vegna vegurinn ætti ekki að færast út fyrir bæinn.

Áhrif vegar í regnskógi Amazon

Þegar Borgarfjarðarbrúin var lögð stíflaði hún einn stærsta ál Hvítár. Áhrif þess eru bersýnileg í dag en nú er bæði Borgarvogurinn vestur af bænum að fyllast af efni. Að sama skapi geta stór skip engan veginn lagst að bryggju eins og þau gerðu oft hér í denn. Nú stranda jafnvel smábátarnir sem þar liggja, vegna þess að Hvítáin rennur ekki lengur þar hjá. Nýr vegur út af bænum býður upp á fleiri uppfyllingar í voga bæjarins sem eru kannski hans mesta einkenni. Þá mun nýr Snæfellsnes vegur liggja um mýrlendi ofar bæjarins með samskonar áhrifum.

Þegar stór mál liggja á borðinu er fólk oft blindað af tali valdamikilla manna. Fólk sér ekki skóginn fyrir trjám. Í þessu tilfelli þarf nauðsynlega að greiða úr umferð þjóðvegarins um Borgarnes en það sem nú er á teikniborðinu er kannski ekki eina úrræðið. Hvernig væri að athuga aðrar leiðir áður en gífurlegu fjármagni er eytt í eitthvað sem kannski er svo bara klúður?

Nánar um verkefnið – www.gjafi.is/borgarbyggdungar

Lækið okkur á Facebook og fylgist með gangi verkefnisins: www.facebook.com/borgarbyggdungar

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Skipulag sem ræktar mat

Image

Borgarnes uppú 1950. Í forgrunn sést myndarlegur kartöflugarður þar sem nú er Skallagrímsgata 1

Eins og hjá öllu því sem telst lifandi er okkar megin þarfir að nærast. Grundvöllurinn fyrir okkar tilveru er að fá reglulega fæðu í gegnum kerfið svo við höldum áfram að dafna. Að afla fæðu er eitthvað sem er kappsmál hjá öllu því sem dregur andann, allt frá kaktusi í stofublómapotti til afríkufíls. Hjá okkur vestræna mannfólkinu er þetta frekar auðvelt þar sem við þurfum ekki annað en að fara í næstu stórverslun og velja það sem við viljum, og er helsta áskorunin að eiga nóg í buddunni til að borga fyrir herlegheitin.

Matvöruverslanir nútímans eru staðir allsnægta. Ekki nóg með það að það sé hægt að fá t.d. mjólk í notendavænum umbúðum þá er hægt að velja um margar tegundir, svo sem ný- eða léttmjólk og meira að segja vítamínbætta. Þetta var ekki alltaf svona. Það er ekki langt síðan að fólk þurfti að leggja mikla vinnu á sig til að fá mat sem myndi duga fyrir fjölskylduna. Gamli bærinn í Borgarnesi ber merki um þessa þróun sem varð uppúr 1910 þegar bærinn tók fyrsta vaxtakippinn. Við hvert hús í nær 70 ár voru garðar sem af einhverju tagi voru notaðir undir ræktun. Kartöflugarðar, kálgarðar, hænsnakofar, rifsberjarunnar og jafnvel kindur og belja við einstaka hús. Þetta var ekki gert af einskæðri áhugamennsku um landbúnað, þetta var spurning um að lifa af.

Image

Steini Bjarna fékk að hafa kindur við Kaupang og sýnir hér stolt sitt um 1960…

Leyfar af þessari rómantísku menningu má enn sjá innan bæjarmarkanna ef það er leitað vel. Helsta arfleiðin er þó mjög víðamiklir garðar við sum húsanna. En í dag eftir bankahrunið hefur þetta komist í tísku. Sumstaðar í bænum má heyra hana gala og litla reiti þar sem gulrætur dafna í skjóli. En það er meiri alvara að baki þessu en sniðugar leiðbeiningar í tímaritum um hvernig á að gera lítinn kryddjurtagarð í gluggakistunni. Í ár náði fólksfjöldinn 7 milljarðar á jörðinni og stór hluti mannkynsins undir hungurmörkum. Búseta mannkynsins er líka að færast á mölina og það eru nokkur ár síðan að fleiri jarðarbúar fóru að búa í borgum en bæjum. Það þarf því engan snilling til að sjá að mataröryggið verður áskorun í nánustu framtíð, og reyndar er orðið svo nú þegar. Í neysluparadísinni Evrópu er land til landbúnaðar orðið að svo skornum skammti að stórar verslunarkeðjur í Þýskalandi og Bretlandi eru farnar að rækta nautakjöt í fátækum Afríkuríkjum á meðan lýðurinn í þeim löndum sveltur. Maður fær óbragð í munnin en það er ljóst að matvælaframleiðslan er orðin barátta um land.

Þetta er vandamál sem hefur snert við hönnun borga og bæja. Um þessar mundir er mikil vakning á að nýta allt það land sem er innan þéttbýlisins í ræktun á matvælum. Sumar hugmyndirnar hafa verið mjög framúrstefnulegar eins og hugmynd hollensku akritektanna í MVRDV. Rétt fyrir aldamót komu þau fram með hugmynd um skýjakljúf fullann af svínum. Byggingin yrði ræktunarstöð fyrir svínakjöt og færu öll stig ræktunarinnar þar fram, frá fæðingu gríslinga til slátrunar. Byggingin yrði algjörlega sjálfbær og meira að segja svínafóðrið myndi vera ræktað innan veggja byggingarinnar. Þetta er svakaleg hugmynd, en ef til vill ekki svo brjáluð þegar litið er til þess að Hollendingar neyta mest af svínakjöti í Evrópu miða við höfðatölu en hafa mjög takmarkað land til ræktunar. Þeir eru háðir því að flytja inn svínakjöt og á þessi hugmynd að kom til móts við það en MVRDV vinnur gjarnan út frá tölfræðinni í sinni hönnun. Kannski verður þessi hugmynd að veruleika í framtíðinni þegar baráttan um landið harnar?

Image

Pig City eftir MVRDV

En í nútímanum eru matvælaframleiðsla í borgum í mikilli sókn. Í New York eru framúrstefnulegir borgarar farnir að rækta ávexti og grænmeti á svölunum hjá sér. Einnig er nýtt „trend“ í borginni og það er að rækta býflugur og nýta hunang sem afurð. Felstum gæti litist illa á þá hugmynd en þetta er í raun ekki svo vitlaus. Í náttúrunni er tilveru býflugna ógnað þar sem ósnortin blómaengi eru á undanhaldi fyrir ökrum til beitar og hveitiræktunar. Í borgum eru almenningsgarðar þaktir blómum sem menn á launaskrá hins opinbera sjá um að planta. Flugurnar frjóvga þessi blóm og stuðla að sjálfbærari þróun innan almenningsgarðanna. Útblástur frá bílum skaffar jurtunum koltvísýring sem jurtirnar vinna súrefni úr og fá sína næringu. Þarna er kominn grundvöllur fyrir sjálfbæru borgarumhverfi þar sem bílinn leikur sitt hlutverk á jákvæðan hátt. En hvernig sem því líður þá eru lítil býflugnabú að riðja sér til rúms í þessari mögnuðu stórborg og gengur það stórvel. Meira að segja eru matvöruverslanir farnar að rækta hungang á þökum sínum til að selja undir þeim merkjum að varan sé ræktuð á staðnum. Sum sé, fólk er farið að sjá tækifæri í að nýta ónýtta fleti í borginni, sum sé svalir, þakir og jafnvel veggi.

Image

Býflugnabóndi í New York

En hvernig er þessu farið hér á litla Íslandi? Við vitum að þetta er hægt af því að þetta var gert. Þróun í skipulagi á Íslandi hefur gengið útá að úthverfin breiði úr sér. Ég ætla nú ekki enn einu sinni að fara að predika hvað úthverfin eru slæm tegund af byggðarlagi, en þó er rétt að benda á hvað gert er ráð fyrir stórum görðum í kringum húsin sem eru oftar en ekki vannýttir. Lóðirnar eru stórar og húsið situr í henni miðri. Rökin voru þau að garðarnir séu gerðir fyrir börnin svo þau geti leikið EIN í öruggri fjarlægð frá götunum. En börnin eru ekki lítil að eilífu og skyndilega eu komnar stórar grasflatir sem eru engum til gagns. Þessar stóru lóðir eru tilvaldar til að rækta grænmeti og meira að segja ávexti. Það þarf ekki að leita lengra en til nágranna okkar á Akranesi til að sjá ávaxtaræktun undir berum himni… á Íslandi.

Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur og kona hans Katrín Snjólaugsdóttir ræktuðu upp sannkallaðan aldingarð við bandvitlaust brimið á Skaganum og fengu væna uppskeru hindiberja, kirsuberja, epla, plóma og fleira. Framtakið vakti svo mikla lukku að þau hlutu Umhverfisviðurkenningu Akraneskaupsstaðar. Jón rakti í viðtali við Skessuhornið að hann sæi fyrir sér að Skagamenn gætu verið fremstir á Íslandi í ávaxtaræktun. Hann sannaði rækilega að þetta væri hægt en oftar en ekki eru helstu fyrirstöðurnar neikvæðni og fordómar fyrir því að frumkvöðlaverkefni rúlli af stað.

Borgnesingar ættu bæði að taka Jón og Katrínu sér til fyrirmyndar og taka upp gamla takta í matvælaframleiðslu. Borgarnes byggðist upp af landbúnaði og þjónustu við sveitirnar. Handan fjarðarins er vagga íslenskrar bændamenningar, Hvanneyri. Það er því ekkert til fyrirstöðu að sá áhugi sem nú þegar er byrjaður í þéttbýlum sveitafélagsins að rækta matjurtargarða, halda hænsn og kindur gæti orðið að einhverju stórkostlegu. Það er spurning að það verði tekið inní skipulagsmálin af meiri krafti en nú er?

Nánar um verkefnið – www.gjafi.is/borgarbyggdungar

Lækið okkur á Facebook og fylgist með gangi verkefnisins: www.facebook.com/borgarbyggdungar

Birt í Uncategorized | Merkt , , , , , , , , , , , , , , , , | 3 athugasemdir

Draumurinn um Borgarnes

Votlendisbyggð í landi Granastaða.

Þegar efnahagurinn er góður er allt æðislegt. Byggingakranar nýframkvæmda verða órjúfanlegur hluti af landslagi þéttbýlanna. Borgarnes var engin undantekning á þessu og hver sem var gat látið sig dreyma um að byggja og græða á því. Síðan gerist það að allt hrynur og þessar stórkostlegu áætlanir voru ekkert meira en skýjaborgir. Þetta hefur gerst marg oft í gegnum tíðina og dramatíkin 2008 er bara eitt atvik af mörgum og eflaust ekki það síðasta. En í uppgangi verða hugmyndirnar til, misgóðar að sjálfsögðu. Við höfum séð margt verða að veruleika en annað varð kreppunni, til allra hamingju kannski, að bráð.

Þetta gerðist fyrst í Borgarnesi uppúr aldamótunum þarsíðustu. Þá var rómantíkin allsráðandi á Íslandi og menn kepptust við að yrkja gullfalleg ljóð um náttúru og þjóð á meðan fólk heimtaði sjálfstæði. Þetta var tíminn þar sem náttúran og sveitin voru framtíðin og þá voru ungmennafélögin stofnuð sem áttu að ala upp kynslóðir fullkominna einstaklinga. Þessi mikli eldmóður var til þess að Kaupfélag Borgfirðinga var stofnað. Uppgangurinn var gríðarlegur og uppúr 1913 margfaldaðist íbúatala Borgarness. En þegar svona framfarafélög ganga vel er alltaf farið að huga að því að byggja. KB hafði þegar náð Bryde versluninni á sitt vald og rak verslun í gömlu verslunarhúsunum þeirra í Englendingavík. En efnileg félög þurfa höfuðstöðvar og á aðalfundi Kaupfélagsins árið 1920 var ákveðið að byggja. Guðjón Samúelsson, húsasmíðameistari ríkisins á þeim tíma var fenginn til að hannaði stórglæsilegt stórhýsi fyrir starfsemina.

Kaupfélag Borgfirðinga, 1920

Húsið átti að hýsa alla starfsemi kaupfélagsins. Í kjallaranum átti að vera vörumóttaka fyrir vörur sem komu með kaupskipum en á hæðunum fyrir ofan skrifsstofur og verslun. Árið 1920 voru flest hús í Borgarnesi fremur smá í sniðum þannig að þetta hefði verið gríðarlega stórt hús fyrir það samfélag, ekkert ósvipað því að eitt stykki Spöngina í Borgarnesi nútímans. En örlög þessa húss voru önnur. Röð áfalla í rekstri KB og svo heimskreppan urðu til þess að þetta hús varð aldrei meira en hugmynd á teikniborðinu. En ef húsið hefði verið byggt væri það eflaust í dag til sóma í Borgarnesi sem eitt af eldri húsum bæjarins. Guðjón Samúelsson hannaði þó tvö hús sem voru byggð í bænum, hús Sparisjóðsins og síðar Mjólkursamlagið en bæði þessi hús standa í dag. Sparisjóðshúsið, sem nú er íbúðarhús á horni Egilsgötu og Skúlagötu er hannað í sama stíl og þannig það gefur ágætis hugmynd um hvernig hús KB hefði litið út, hefði það verið byggt.

En KB hélt áfram að fjárfesta í lóðum og sementi. Um síðustu aldamót fór félagið að reyna fyrir sér á fasteignamarkaðinum og fór að kaupa lóðir og huga að byggingum í nafni dótturfélags sem heitir Borgarland ehf. Þá var byggt Hyrnutorg við Borgarbraut sem varð til þess að öll verslun lagðist af í gamla bæ Borgarness. Gegnt því húsi er nú auð lóð en Borgarland hafði stórar hugmyndir varðandi þá lóð. Þar átti að vera paradís neytandans, gríðarleg verslunarmiðstöð og átti sú stöð að vera krýnd tveimur sex hæða íbúðaturnum. En hvað sem því leið risu þessar byggingar ekki í bili að minnsta kosti. Lóðin hefur verið nefnd sem ein verðmætasta á landinu og þarf ekki lengi að bíða að þar verði eitthvað byggt.

Tillaga að deiliskipulagi fyrir reitinn gengt Hyrnutorgi, árið 2005

Svæðið sem þessar stórframkvæmdir áttu að eiga sér stað hefur verið á milli tannanna á mönnum síðan að Borgarfjarðarbrúin opnaði. Þetta er nýji miðbær Borgarness og svæðið hefur farið í gegnum mörg deiliskipulög. Það virðist alltaf hafa verið ákveðið að þarna myndi rísa umferðarmiðstöð, og það gekk eftir þegar Hyrnan var byggð. En það sem færri vita er að þar sem Hyrnutorgið stendur nú var hugmynd um að byggja gríðarlega stórt menningar og safnahús. Miða við þær deiliskipulagstillögur sem komu þá fram átti húsið að vera framúrstefnulegt í útliti, en við munum aldrei vita hvernig það hefði endanlega litið út þar sem hönnunin náði ekki lengra en á skipulagsstigi. Þó má gera sér í hugarlund miða við tillögu frá Arkitektum Gunnari og Reyni árið 1996 er gert ráð fyrir tilltöllulega litlum byggingaeiningum á svæðinu þar sem Hjálmaklettur er nú. Gert var ráð fyrir að holt sem aðskilur Borgarfjörðinn og Borgarbraut myndi verða eins konar garður með gangstígum. Ef til vill hefur þessi hugmynd þótt of lítil miða við það sem koma skyldi, en árið 1996 var stutt í þá miklu þennslu á byggingamarkaðnum sem við erum að jafna okkur af í dag. Skipulagið náði aldrei lengra en í gegnum fund bæjarstjórnarinnar en þá komu nýjar hugmyndir fram. Á endanum var það Hyrnutorgið sem Borgarland byggði og Hjálmaklettur sem enduðu á frekar klaufalegu deiliskipulagi svæðisins.

Skipulagstillaga frá 1996. Klessan efst í horninu var fyrirhugað Safnahús Borgarfjarðar.

Deiliskipulög eru oft á tíðum unnin í miklum flýti vegna þrýstings frá verktökum sem liggur á að byggja. Því miður hefur kerfið alið það af sér að byggt er sem fjárfesting heldur en að koma til móts við þarfir samfélaga eða einstaklinga. Það er mjög algengt að þegar um er að ræða verðmætar lóðir er freistast til þess að byggja hátt og sem ódýrast. Lítið er lagt í hönnun bygginganna sem þýðir að gæði umhverfsins í kring verður lakara. Það hefði eflaust gerst ef síðustu hugmyndir um „Esso reitinn“ hefðu náð fram að ganga. En sá reitur er ekki sá eini sem hefur verið nefndur sem tækifæri til uppbyggingar og þá til íbúða. Svæði við enda Kveldúlfsgötu átti að verða að fjölbýlishúsalóð með mest 10 metra hárri byggingu og 18 íbúðum. Það átti að byggja röð fjölbýlsihúsa við Egilsgötu og röð parhúsa á landfyllingu við Garðavík. En dramatíkin í uppbyggingu íbúðarhúsnæði náði eflaust hámarki í Stóru-Brákarey.

Fjölbýlishús á horni Egilsgötu og Brákarbrautar

Í samkeppni árið 2007 bar tillaga Kanon arkitetka sigur úr bítum um skipulag eyjunnar. Þá var gert ráð fyrir mjög þéttri íbúðabyggð í eyjunni, með allt að 40 íbúðum í parhúsum, menningarhúsi og hóteli. Þar að auki var gert ráð fyrir háum glerturni á vestasta punkti eyjunnar, þar sem nú er bryggja á uppfyllingu. Það þýddi að það hefði þurtft að rífa öll núverandi hús sem standa á eyjunni. Í síðari deiliskipulagstillögum var hugmyndin tekin aðeins saman, en íbúðafjöldi var sá sami. Þessi tillaga er uppfull af göllum og er ljóst að ef kreppan hafi ekki komið til bjargar hefði hér oðrið gífurlegt skipulagsslys. Óblýtt veðurfarið og það grundvallaratriði að brúin yfir Brákarsund hefði veri flöskuháls fyrir alla þessa umferð á háannatímum hefði gert eyjunna að leiðindarstað til að búa á. Það munaði mjóu, það var stutt í vinnuvélarnar og þá hefði ekki mikið orðið úr þeirri sjálfsprottnu starfsemi sem nú er að myndast í Brákarey, eins og Nytjamarkaðurinn, galleríin og safn Fornbílafjelagsins.

Samkeppnistillaga Kanon arkitekta, árið 2007

Hér eru aðeins örfá dæmi um það sem hefði getað orðið í Borgarnesi. Þá er ótalin votelndisbyggð við Borgarvoginn, tilfærsla þjóðvegarins, skrifstofubyggingar við brúarsporðinn og úthverfa eða sumarbúoostaðabyggð ofan Borgar á Mýrum. En það góða við þessar hugmyndir að það má draga lærdóm af þeim. Kannski má læra svo mikið að það verði komið í veg fyrir skipulagsslys í framtíðinni.

Nánar um verkefnið – www.gjafi.is/borgarbyggdungar

Lækið á Facebook og fylgist með gangi verkefnisins: www.facebook.com/borgarbyggdungar

Birt í Uncategorized | Merkt , , , , , , , , , , , , , , , | 2 athugasemdir

Gatan, bíllinn og við – II hluti

Gata hönnuð sem þjóðvegur

Í síðustu færslu var fjallað um götur og hvernig þær þróuðust í það að verða eins og þær eru í dag og er þessi grein beint framhald af henni. Gatan er nauðsynlegur þáttur í öllum samfélögum heims og eru til í öllum stærðum og gerðum. Frá tíu akreina hraðbrautum á milli stórborga til slóða á milli þorpa í frumskógum. Gatan eins og við þekkjum hana í dag, eins og kom fram í síðustu færslu hefur orðið að yfirráðasvæði einkabílsins. Stærsta svæði götunar fer undir akreinar á meðan lítill hluti fer í gangstéttar. Þá hefur þetta fyrirkomuleg orðið til þess að gríðarlegt flæmi lands fer undir bílastæði. Ísland hefur þannig tekið mið af bandaríska módelinu í sinni bæja og borgaþróun.

Sama fyrirbærið

Í þessu samhengi er rétt að staldra við og leiða hugann að því hvernig við viljum nota götuna og í raun hvernig hún virkar á annan hátt en að koma okkur á milli tveggja staða. Eins og áður kom fram var gatan samkomustaður bæjar og eða borgarbúa áður en það varð hættulegt að standa þar. Þetta er eitthvað sem hefur verið mjög skaðlegt fyrir hönnun skipulagsins, sérstaklega eftir að þetta varð einn mikilvægsti þáttur í skipulagsreglugerðum.

Úti að leika

Það hefur verið sagt svo oft að það er orðin klisja að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Þá var uppeldissvæðið gatan. Börn léku sér úti í Borgarnesi og foreldrar þeirra sáu til þeirra og fylgdust með þeim. Ekki aðeins með sínum krökkum heldur líka leikfélaga þeirra. Ef einn datt af hjóli og meiddi sig voru kannski þrjár mæður komnar að hjálpa til. Eins ef einhver vafasamur birtist eins og rándýr í götunni var fullorðna fólkið fljótt að stíga út að athuga málin. Þarna kemur fram ákveðin eiginleiki sem hinn dæmigerða lifandi gata hefur, það eru mörg pör af augum sem fylgjast með. Þessi sjálfskipaða nágrannavarsla verður til í samfélagi þar sem fólk kemst ekki hjá því að hittast á götum úti og heilsast. Þetta sama fólk tekur eftir því ef eitthvað er að, ef einhver er að sniglast í kringum hús nágrannans þegar hann er í fríi, eða reyk fer að leggja út um glugga. Þetta félagslega fyrirbæri er einn af þáttunum sem sköpuðu velgengni nútímamansins. Öryggið í fjöldanum, hin vökulu augu. Áhrifin margfaldast eftir því sem augun eru fleiri. Með því að setja niður einhverskonar starfsemi fyrir almenning inní þetta byggðamynstur, til að mynda verslun eða pósthús, þá aukast félagslegu gæðin til muna. Þar hefur fólk tækifæri til að hittast, spjalla og kynnast þótt að í grunnin séu mjög óformleg mannleg samskipti sé að ræða.

Því miður hefur nútímatæknin gleypt þetta fyrirbæri í hönnun skipulags, og er það einn liður í hnignun og jafnvel dauða samfélaga. Þegar hverfi eru skipulögð á Íslandi í dag eru þau í langflestum tilvikum úthverfi. Vegir sem tengja saman þyrpingu fárra húsa á stórum lóðum með engri þjónustu. Húsin sitja á miðri lóðinni og þá er farið út að planta. Runnar og tré loka á ásýnd húsana og um leið ásýnd úr húsunum út á götu. Þar getur ýmislegt vafasamt átt sér stað eins og innbrot án þess að nokkur verði þess var. Í því samhengi má spyrja sig hvort maður sé öruggari fyrir innbrotsþjófum í miðborg Kaupmannahafnar eða í götu í Bjargslandi. Sama má segja um fólk sem brýst inní bíla sér til gagns og gamans.

Hvar eru húsin?

En draumurinn um „Suburbíu“ er byggður á þrá mannsins til að eiga sér einkalíf. Að vera með sitt einkalíf í einbýlishúsi með einkagarð og á einkabíl. Og á þeim tímum þegar farið er að ferðast í einkabíl í erindagjörðum tapast sá félagslegi þáttur að rekast á nágranna á gangstéttinni og taka létt spjall um veðrið hversu versnandi heimur fer. Þau atvik, þegar fólk hittist á gangstéttinni hafa verið stórlega vanmetinn vegna þess að við þær kringumstæður er oft boðið inn í kaffi til að halda samræðunum áfram. Þetta hefur vikið fyrir einföldu veifi í besta falli þegar tveir bílar mætast og er raunin sú að ókunnugir kynnast ekki í gegnum framrúðu tveggja bíla sem mætast á fimmtíu.

Svona var það sem gatan breyttist í það sem hún er og í framhaldi af því hvernig Borgarnes er. Stærsti samfélagslegi þátturinn týndist með nýrri gatnagerð þar sem áherslurnar voru um of á umferð bíla. Þetta er ekki bara í Borgarnesi, heldur í flestum bæjum landsins, Reykjavík þar með talin. Þetta er líka sama ástæðan fyrir því sem oft hefur verið talað um að Borgarnes sé orðinn „dauður“ bær:

Var að koma af rúntinum, svaka umferð !!! Ætlaði í Geirabakarí sem auglýst er líka sem KAFFIHÚS, en NEI lok lok og læs og fólk í hópum fyrir utan og KL. ekki orðin 5 (17) Svo er líka sorglegt að horfa upp á Englendingavík og þetta fallega hús V/Hrafnaklett… „steindautt“,, Æ,veit ekki gott fólk,,,Erum við ekki ósköp slöpp hér í bæ ?????

Þetta er tilvitnun sem var skrifuð á Facebook og er lýsandi yfir það sem fólk álítur með bæinn. Oftast, eins og í þessu tilviki var talað um að verslun og þjónusta sé lokuð á háannatímum. En ekki má gleyma að það þarf alltaf að vera fólk til staðar til að nýta þjónustunna og í því byggðamynstri sem nú er er það bókstaflega þanng að fólk nennir ekki út. Það er langt að fara, það þarf að nota bílinn og sjónvarpið og sófinn verða þar af leiðandi girnilegri valkostur, sérstaklega í köldu mánuðunum.

Það heldur mörgum stöðum uppi að vera í göngufæri við fólk… Á pöbb í Edinborg

Það sem er virkilega dautt eru einmitt úthverfin og sú árátta að reyna að gera önnur svæði „úthverfalegri“ er þáttur í þessari hnignun. Í Borgarnesi er hægt að ganga um hverfin án þess að hitta nokkra lifandi sálu, eins og í draugabæjum út í heimi. Lykillinn að samfélagi þar sem fyrirtæki neyðast ekki til að loka snemma eru þau sem eru aðgengileg, að það sé hægt að ganga á milli staða og að sá göngutúr sé ánægjulegur. Þetta er ekki fjarlægur draumur, því ekki fyrir svo löngu var þetta svona.

Hér er ekki verið að predika að það eigi að banna akandi umferð en hún þarf að vinna með – ekki drottna yfir – annars konar starfsemi í þéttbýlinu. Þetta veltur allt á landnotkuninni í kringum byggingar og hvar fólkið er og hvort það sé sýnilegt. Fólk fyllist öryggistilfinningu þar sem mikið er af fólki sem hverjir einstaklingar eða hópar eru í sínum heimi. Á móti geta þau svæði sem eru tóm virkað köld og beinlínis hættuleg.

Margt er hægt að gera til að skapa þetta samfélagslega mynstur sem einkennir „heilbrigt skipulag.“ Helst er að skapa blöndu af mismunandi starfsemi, þá eins og verslanir, þjónustu, íbúðir og jafnvel léttan iðnað. Þannig má nýta augun sem til að skapa samstöðu íbúa og starfsmanna, samskipti þeirra í milli og um leið samfélag.

Nánar um verkefnið – www.gjafi.is/borgarbyggdungar

Lækið okkur á Facebook og fylgist með gangi verkefnisins: www.facebook.com/borgarbyggdungar

Birt í Uncategorized | Merkt , , , , , , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Gatan, bíllinn og við

Image

Borgarbrautin göngugata?

Þarfasti þjónnin í dag er án alls efa einkabíllinn. Þetta tækniundur gjörbreytti lífi fólks um heim allan eftir að Henry Ford fór að velta Ford T af færiböndum sínum í Detroit á sínum tíma. Ekki nóg með það að einkabíllinn hafi breytt lífi einstaklinga þá hefur þessi uppfinning breytt samfélagi manna, sögu og menningu. Bíllinn kallaði á nýjar þarfir hvað varðar þjónustu og borgarskipulaginu var umturnað þegar skyndilega varð þörf á umferðarmannvirkjum, bílastæðum og bensínstöðvum um hvippinn og hvappinn. Hvað örlagaríkustu áhrif bílsins í hönnun skipulags er þó án efa stytting vegalengda sem hafði í för með sér gríðarlega þenslu borga, og þá sérstaklega úthverfa þeirra.

Á fyrrihluta 20. aldar gerðu menn sér í hugarlund að einkabíllinn yrði fastur liður í hinu daglega lífi og hafa þær spár í raun gengið eftir. Fremsti arkitekt aldarinnar var gjörsamlega agndofa af hrifningu af bifreiðinni og sá fyrir sér að allir skyldu eiga einn slíkann sér til gagns og yndisauka. Reyndar gekk það svo langt að hann hannaði heilu borgirnar byggðar á hugmyndafræði um einkabílinn. Þetta var Le Corbusier, fremsti arkitekt aldarinnar og módernisti. Hann lagði mikla vinnu í hugmyndafræði um borgina. Hann kom fram með útópískar hugmyndir og ein þeirra var tillaga að borg með þremur milljónum íbúa. Hugmyndafræði þriggja-milljóna borgarinnar gekk út á að hún væri gríðarlega dreifð, með miklum görðum og eiginlega engu náttúrulegu landslagi. Skipulagið yrði til að mynda að vera alveg samsíða og landslag hennar myndi einkennast af skýjakljúfum. Le Corbusier útksýrði hugmyndafræðina ítarlega í bók sinni „Borg morgundagsins“ sem er lituð af aðlögun mannsins að einkabílnum.

 „Gefum okkur að við séum að aka inní borgina á hraðskreiðum bíl okkar, á upphækkuðum hraðbrautum á milli tignarlegra skýjakljúfa. Eftir því sem lengra er haldið má sjá endurtekningu þessara skýjakljúfa, þar sem þeir standa í röðum, allt í allt tuttugu og fjórir“.

Le Corbusier

Borg með þremur milljónum íbúum (Ville Contemporaine) eftir Le Corbusier

Í raunveruleikanum var bíllinn kominn til að vera og módernískur arkitektúr og hönnun tók mið af því eftir stríð. Hugmyndafræðin um götuna tók einnig miklum stakkaskiptum sem hafði verið eins síðan fyrstu línur borgarsamfélaga voru dregnar. Áður var gatan einskonar félagsmiðstöð samfélaganna. Þar gengu fólk og skepnur saman, hittist og spjölluðu um daginn og veginn. Þar voru meira að segja markaðir og samkomustaðir þannig að mörk gatna og torga voru mun óskýrari heldur en í dag. Í dag er gatan hins vegar helguð einkabílnum og er bókstaflega lífshættulegur staður fyrir hina gangandi. Þar af leiðandi hefur hún tapað miklu af félagslegum hlutverkum sínum í þéttbýlissamfélaginu.

En þetta er ekki allt bílnum að kenna. Í iðnbyltingu 19. aldar fóru borgir víðsvegar um Evrópu að þenjast út þegar eftirspurn eftir vinnuafli í verksmiðjum fór að aukast. Hestvagnar og járnbrautir fluttu vörur á milli staða og þær tengibrautir s.s. gatan varð yfirfull. Í stærri borgum þess tíma hafa aðalgöturnar verið uppfullar af stórum vögnum með tilheyrandi ringulreið og voru óhöpp tíð. Þessi slys voru þó sjaldnast alvarleg þar sem hraðinn var takmarkaðri en þegar hestöflin ukust með mótorvélunum varð mönnum ljóst að eitthvað varð að gera í málunum og þá var farið að leggja drög að umferðarreglum.

Ys og þys rétt fyrir innrás einkabílsins. London 1905

Þetta gerðist mun síðar hér á Íslandi, eiginlega á millistríðsárunum og er fræg mynd til af bæjarstjóra Reykjavíkur stjórna umferðinni á gatnamótum Austurstrætis og Pósthússtrætis eftir að honum ofbauð ringulreiðin… nærstöddum til mikillar gleði!

Embættismaðurinn stjórnar umferðinni og múgurinn kætist

Gullöld bílsins var að ganga í garð og eftir því sem bílaeign landans varð meiri jókst umferð að sama skapi. Skipulagið varð að taka mið af þessum miklu breytingum. Göturnar breikkuðu, umferðarljós, gatnamót og hringtorg fóru að breiða úr sér. Það vantaði staði til að geyma bíla á og skyndilega þurftu byggingar miklu meira landrými til að standa undir skyldum sínum að skaffa bílastæði. Á tiltöllega stuttan tíma fór bílinn að verða fyrirferðamikill í skipulaginu og í dag er aðgengi bíla mikilvægasti þáttur í reglugerðum varðandi skipulag og arkitektúr. Það er m.a. bílastæði, vöruflutningar og aðgengi sjúkrabíla svo eitthvað sé nefnt. Það má í raun ganga svo langt að segja að skipulagshönnun sé í gíslingu einkabílsins. Í Reykjavík var á síðasta áratug síðustu aldar byggt gífurlegt magn umferðarmannvirkja og breiðra hraðbrauta til að tengja úthverfi við miðborg. Tölvugerð líkön gátu spáð fyrir um hvar umferðahnútar myndu skapast á háannatímum og þar voru byggð rándýr, mislæg gatnamót til að koma í veg fyrir að sá spádómur myndi rætast. Það skipti engum sköpum hvað var fyrir. Eldri byggingar yrðu að víkja fyrir slaufunni. Einkabíllinn varð að komast sína leið á sem styðstum tíma, hvað sem það kostaði.

Miklabraut í Reykjavík

Afleiðingarnar eru að Reykjavík var klofin í marga hluta, til dæmis sunnan og norðan Hringbrautar, og endurspeglast það í eðli þungra umferðagatna. Þær eru bókstaflega eins og stórfljót sem fólk getur drukknað í vogar það sér að vaða útí. Í Reykjavík hefur þó verið vakning á þessu vandamáli og hefur mikið verið gert í að bæta við öðrum kostum til að komast frá A til B, til að mynda með bættari Strætó kerfi og gang- eða hjólreiðastígum.

Í Borgarnesi hefur svipað gerst og í Reykjavík. Borgarbrautin tók mið af kröfu um greiðfærari leið. Í seinni tíma hafa umferðarmannvirki aukist gífurlega í tengslum við þjóðveginn og er óhætt að segja að skipulagsmál á því svæði hafa ekki hitt í mark, eins og áður hefur komið fram í þessu bloggi. Það hefur verið einnig mikið í umræðunni að færa þjóðveginn út fyrir bæinn og eru helstu rökin fyrir því styttri vegalengdir um þjóðveginn og meira öryggi. Persónulega finnst mér það slæmur áróður. Alvarleg slys hafa gerst einnig í neðri bænum þar sem þjóvegurinn er ekki og styttingin er örlítil í tíma talin. Nauðsynlegt er að skoða allar hliðar málsins burtséð frá pólitískum með og andmælum.

En það eru samt sem áður vandamál tengd því að hafa umferðina í gegnum bæinn en eins og kom hér fram áður hefur hönnun skipulags orðið að gísl bílsins og umferðarinnar. Lykillinn að því að gera skipulagið heilbrigðara er að hanna rýmin svo að bæði bílar og gangandi geti notað það. Það er hægt að hanna götuna þannig að bíllinn og hjólið geti verið þar á sama tíma. Það er líka hægt að hanna götuna þannig að hún öðlist aftur sitt fyrra gildi að verða samkomustaður. Þá þarf að taka hönnunarákvarðanir af kostgæfni: Á hvaða hraða bílarnir eiga að vera, hvar þeir eiga að vera, hversu nálægt húsin eiga að vera og hvað gerist á svæðunum í kring. Hugmyndir sem ganga út í öfga og eru framkvæddar óígrunduðu máli eru ekki til að bæta samfélagið en það sem er framkvæmt af hugviti og skilning á umhverfið er nokkuð getur verið til bóta um ókomna tíð.

Nánar um verkefnið – www.gjafi.is/borgarbyggdungar

Lækið okkur á Facebook og fylgist með gangi verkefnisins: www.facebook.com/borgarbyggdungar

Birt í Uncategorized | Merkt , , , , , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Dalur

Image

Dalur kvöldið eftir brunann

Það var falleg sumarnótt í Borgarnesi. Himininn var heiður og bjart var sem dagur eins og íslenskum sumarnóttum er siður. Ekki heyrðist hljóð í Borgarnesi utan vatnsniðsins í gosbrunninum í Skallagrímsgarði en það átti eftir að breytast fljótt. Skyndilega umturnaðist þessi himneski friður í andstæðu sína. Blá ljós slökkvi, sjúkra og lögreglubíla yfirgnæfðu birtu nætursólarinnar og örvæntingarfull hróp og köll þeirra manna og kvenna sem þar unnu í kappi rufu kyrrðina. Ung kona í blóma lífsins hafði stokkið til bjargar lífi sínu út um glugga á efstu hæð og logar teygðu sig til himins úr risi hússins.

Næsta morgun var samfélagið slegið. Þessi fregn var sem andlátsfregn í þessu litla samfélagi og fólk hugsaði hryggt til þeirra sem höfðu misst heimili sitt og konunar sem var og er enn svo mikið slösuð á sjúkrahúsi. En þetta var einnig missir fyrir samfélagið allt. Eitt elsta hús bæjarins stórskemmdist í bruna þá nótt. Húsið heitir Dalur.

Dalur á betri tímum

Dalur stendur í miðri brekkunni í Dalhallanum svokallaða. Það er látlaust hús en er svo mikilfenglegt í einfaldleika sínum. Þar sem það stendur á svo áberandi stað varð það frá fyrstu tíð sinni eitt af andlitum bæjarins þannig að þessa nótt urðu ekki aðeins skaði fyrir íbúa Dals, heldur einnig skaði fyrir sögu og menningu Borgarness. Í dag má sjá Dal skaðbrenndan í hallanum og svíður það öllum sem þar eiga leið um.

Image

Skallagrímsdalur um miðja öldina tuttugustu. Þarna má sjá Dal lengst til hægri, svo Litla Dal en næst Borgarbrautinni er hús sem nú hefur einnig verið rifið og var kallað Klettur. Mynd úr safni Erlu Daníelsdóttur.

Dalur var byggður árið 1906 og hefur þótt reisulegt hús á sínum tíma. Það er í nýklassískum, norrænum stíl sem var mjög einkennandi í húsagerð þess tíma á Íslandi og var mikið byggt af þannig húsum í Borgarnesi. Flest þeirra húsa hafa nú verið rifin en í Egilsgötu gamla tímans voru mörg hús í þessum stíl. Í dag má þar sjá jafnaldra Dals sem er húsið Arabía sem nú hefur svo vandlega verið gert upp. Einnig má sjá sama húsastíl í Hlíðarhúsum, byggð 1918 sem eru gegnt Kveldúlfsvelli og eru svipmótin það mikil að það má leiða hugan að því að hér sé á ferðinni sami húsasmíðameistari og gerði Dal á sínum tíma.

En eins og áður sagði var hoggið skarð í húsasögu og í raun sögu Borgarness þegar Dalur brann þessa örlagaríku nótt. Fjölmargir eiga minningar að sækja í húsið, eiga forfeður eða vini sem þar bjuggu. Á dvalaheimilinu býr Ragney Eggertsdóttir, hún Eyja í Dal sem er elst Borgnesinga en hún fæddist í húsinu 13. júní 1911. Eyja ólst líka upp í húsinu og eftir henni hafa verið ritaðar minningar um hvernig það var að búa þar. Eyja missti föður sinn, Eggert Eiríksson 12 ára gömul og hún minntist þess í viðtali árið 2010 þegar móðir hennar Margrét þurfti að aðlaga líf þeirra að breyttum tímum. „Hún hafði sjálf eldhús í kjallaranum, svo svaf hún með börnin í einu herbergi og hafði stofu í öðru. Þetta blessaðist allt saman og allir voru glaðir.“

Það var þannig á gamla Íslandi að fólk bjó í miklu meiri nærveru hvert við annað en í dag. Í Dal bjuggu á uppvaxtarárum Eyju þrjár fjölskyldur sem samanstóðu af mörgum einstaklingum. Allir bjuggu í sátt og samlyndi og reyndu eftir fremsta megni að hjálpa hvert öðru. Það má því leiða hugann að því að í Dal hafi allt verið iðandi af lífi frá morgni til kvölds og fólk hafi lifað í mikilli nálægð sátt við sitt.

Það er sagt að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þessi spakmæli eiga vel við þegar Dalur blasir við í því ástandi sem hann er í nú. Borgnesingar hafa verið iðnir við að bjarga einstaka byggingum, eins og til dæmis Mjólkursamlaginu gamla og húsunum í Englendingavík. Borgnesingar hafa líka verið duglegir að rífa, breyta þeim og afmá það sem telst upprunalegt og er nú svo er farið að meirihluti gamalla húsa bæjarins nú er að hverfa en það er tækifæri til að snúa þeirri þróun við. Um allan neðri bæinn eru gömul hús sem hafa séð sinn fífil fegri en má bjarga. Þetta eru hús sem eru hluti af sögunni og beinlínis hrópa á hjálp. Kaupangur við Landnámssetrið, Borgarbraut 25a, 27 og 29. Brákarbraut 2 sem að vísu er ekki á sínum stað en er hægt og rólega að rífa sig sjálft í iðnaðarhverfi í útjaðri bæjarins.

Þegar þessi orð eru rituð eru örlög Dals óráðin. Það getur verið svo að húsið sé það mikið skemmt að það sé ónýtt sem væri leiður endi á sögu þess. Sé það svo að því sé hægt að bjarga ætti svo að vera. En í Dal stóð líka annað timburhús sem var nefnt Litli Dalur. Það hús var rifið á 9. áratugnum og álíta margir að þar hafi verið illa gert. Ef svo verði farið að Dal yrði bjargað á þá að endurreisa Litla Dal? Það gæti farið illa og af óvirðingu við það hús. En það er samt sem áður ekki galin hugmynd að einhverskonar hús í nýjum stíl geti þar risið. Við megum ekki gleyma hvers vegna hús eru byggð. Þau eru byggð á sínum tíma í sínum stíl og það þarf að virða. Að byggja hús í nútíma í gömlum stíl er það vandasamt að það gæti talist til óvirðingar við komandi kynslóðir. Við erum að móta okkar tímabil í sögunni, og þurfum að skapa eitthvað sem afkomendur okkar geta dáðst af, eins og við dáumst að gömlum húsum eins og Dal, Hlíðarhúsum og Arabíu.

Galdurinn liggur í að velja rétta stílin og skalann til að byggja í, húsið þarf að falla inní umhverfi sitt og vera tákn um sinn tíma og hafa það notagildi sem fellur að aðstæðunum. Það er því ekkert sem bannar að húsið taki mið af svipmótum gamla hússins sem þar stóð fyrir en hér er verið að predika að virðingunni verði haldið til streitu fyrir því sem áður var og er. Fari svo að Dalur verði rifinn er það ósk og þrá að eitthvað fylli í eyðuna í þessum anda.

En vonandi verður bruni Dals ekki endapunktur í sögu byggðar í Dalhallanum. Vonandi er húsið ekki ónýtt og hægt verður að gera það upp. Vonandi nær unga konan sem þar bjó síðast bata. Vonandi mun þessi leiði atburður verða til þess að Borgnesingar fari að huga að þeim húsum sem þar eru og hlúa að þeim – á skynsamlegan hátt af virðingu.

Þakkir til Pabba – Sigga Þorsteins, Theodórs Þórðarsonar, bróðursonar Eyju í Dal og vef Safnahúss Borgarfjarðar fyrir aðstoð við vinnslu þessarar greinar.

Nánar um verkefnið – www.gjafi.is/borgarbyggdungar

Lækið okkur á Facebook og fylgist með gangi verkefnisins: www.facebook.com/borgarbyggdungar

Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir